Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

21. sigur Johnson á PGA mótaröðinni
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 29. júní 2020 kl. 12:56

21. sigur Johnson á PGA mótaröðinni

Líkt og Kylfingur greindi frá í gær sigraði Dustin Johnson á Travelers Championship mótinu sem fór fram á PGA mótaröðinni um helgina. Með sigrinum er Johnson kominn í 30. sæti yfir sigursælustu kylfinga mótaraðarinnar frá upphafi með 21 sigur.

Það eru einungis tveir kylfingar enn að spila sem hafa unnið oftar en Johnson en það eru þeir Tiger Woods (82) og Phil Mickelson (44).

Örninn 2025
Örninn 2025

Fyrsti sigur Johnson kom árið 2008 en síðan þá hefur hann bætt við sig 20 sigrum og kom sá stærsti árið 2016 á Opna bandaríska.

Listi af sigrum Johnson á PGA mótaröðinni:

2008: Turning Stone Resort Championship
2009: AT&T Pebble Beach National Pro-AM
2010: AT&T Pebble Beach National Pro-AM
2010: BMW Championship
2011: Barclays
2012: FedEx St Jude Classic
2013: Hyundai Tournament of Champions
2013: HSBC Heimsmótið
2015: Cadillac Heimsmótið
2016: Opna bandaríska
2016: Bridgestone Heimsmótið
2016: BMW Championship
2017: Genesis Open
2017: Heimsmótið í Mexíkó
2017: Heimsmótið í holukeppni
2017: Northern Trust
2018: Sentry Tournament of Champions
2018: FedEx St Jude Classic
2018: RBC Canadian Open
2019: Heimsmótið í Mexíkó
2020: Travelers Championship