Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

21. sigur Park kom á Kia Classic
Inbee Park sigraði um helgina á Kia Classic.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 29. mars 2021 kl. 09:12

21. sigur Park kom á Kia Classic

Inbee Park sigraði um helgina á Kia Classic mótinu sem fram fór á LPGA mótaröðinni í golfi. Þessi magnaði kylfingur hefur nú sigrað á 21 móti á LPGA mótaröðinni á ferlinum.

Park hóf lokadaginn með fimm högga forystu og lét hana aldrei af hendi. Að lokum sigraði hún með fimm högga mun á 14 höggum undir pari.

Örninn 2025
Örninn 2025

Þær Amy Olson og Lexi Thompson deildu öðru sætinu á 9 höggum undir pari. Minjee Lee, sem var í öðru sæti fyrir lokahringinn, lék á 72 höggum og endaði í 5. sæti.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Næsta mót á LPGA mótaröðinni er ANA Inspiration mótið, fyrsta risamót ársins, þar sem flestir af bestu kylfingum heims eru skráðir til leiks.

Sigrar Inbee Park á LPGA mótaröðinni:

2008: US Women's Open
2012: Evian Masters
2012: Sime Darby LPGA Malaysia
2013: Honda LPGA Thailand
2013: Kraft Nabisco Championship
2013: North Texas LPGA Shootout
2013: Wegmans LPGA Championship
2013: Walmart NW Arkansas Championship
2013: US Women's Open
2014: Manulife Financial LPGA Classic
2014: Fubon LPGA Taiwan Championship
2015: HSBC Women's Champions
2015: Volunteers of America North Texas Shootout
2015: KPMG Women's PGA Championship
2015: Ricoh Women's British Open
2015: Lorena Ochoa Invitational
2017: HSBC Women's Champions
2018: Bank of Hope Founders Cup
2020: ISPS Handa Women's Australian Open
2021: Kia Classic