Fréttir

29 hringir í röð á pari eða betra skori
Daniel Berger.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 24. febrúar 2021 kl. 19:09

29 hringir í röð á pari eða betra skori

Bandaríkjamaðurinn Daniel Berger er búinn að vera í frábæru formi undanfarna mánuði á PGA mótaröðinni og til marks um það getur hann náð ákveðnum áfanga um helgina þegar hann spilar á Heimsmótinu á Concession vellinum.

Berger hefur nú spilað síðustu 29 hringi í röð á pari eða betra skori og getur því náð 30. hringnum í röð um helgina. Í fyrra náði hann á tímabili 32 hringjum í röð á pari eða betra skori.

Síðasti kylfingurinn sem náði 30 hringjum í röð á PGA mótaröðinni tvö tímabil í röð var Tiger Woods tímabilin 2000 og 2001.

Woods var auðvitað besti kylfingur heims á þeim tíma og vann hvert risamótið á fætur öðru. Berger hefur hins vegar ekki sýnt jafn mikla yfirburði en er þó á meðal efstu kylfinga heims. Hann situr í dag í 15. sæti á heimslistanum eftir glæsilegan sigur á AT$T Pebble Beach Pro-Am á dögunum.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig Berger hefur spilað síðustu 29 hringi á PGA mótaröðinni:

71
70
70
72
69
68
69
67
69
70
67
67
60
69
63
69
65
67
72
64
68
64
66
69
71
67
66
72
65