Ákæra gefin út vegna miðabrasks á Opna bandaríska
Yfirvöld í Pennsylvaniu hafa gefið út ákæru á hendur tveimur mönnum fyrir að selja þúsundir stolinna miða á Opna bandaríska mótið yfir sex ára tímabil.
Samtals eiga mennirnir tveir, Jeremi Michael Conaway og James Bell að hafa selt miða að virði 3,7 milljónir dollara og gætu átt yfir höfði sér allt að 100 ára fangelsi verði þeir fundnir sekir.
Þeir eru sakaðir um að hafa í samstarfi við Robert Fryer sem á þeim tíma var starfsmaður á skrifstofu bandaríska golfsambandsins og útvegaði þeim miðana selt samtals 22.504 stolna miða á tímabilinu 2013 til 2019.
Conaway mun hafa hagnast um 1.276.134 dollara og Bell um 598.234 dollara.

