Fréttir

Aldrei hafa fleiri spilað golf á Íslandi
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 28. júlí 2020 kl. 17:16

Aldrei hafa fleiri spilað golf á Íslandi

Aldrei hafa iðkenndur golfsins verið fleiri en nú í sumar en þetta kemur fram á heimasíðu Golfsamband Íslands nú í dag.

Þann 1. júlí 2020 var heildarfjöldi kylfinga sem skráðir eru í golfklúbba víðs vegar um Íslandi 19.726. Aukningin frá árinu áður er um 11% eða um rétt rúmlega 1900 kylfinga. 

Gríðarleg sprenging hefur orðið í golfhreyfingunni undanfarna tvo áratugi en árið 2000 voru 8.500 kylfingar skráðir í golfklúbba landsins. Félagsmönnum í golfklúbbum landsins hefur því fjölgað um rúmlega 11.200 eða sem nemur 130%.

Undanfarin fjögur ár hefur aukning milli ára aðeins verið um 1% en aukningin síðasta árið er metár í sögulegu samhengi þegar kemur að fjölgun félagsmanna á einu ári.

Golfsambandið er næst stærsta íþróttasambandið innan ÍSÍ með eins og áður sagði tæplega 20.000 iðkenndur. KSÍ situr enn í efsta sætinu með um það bil 23.000 félaga.

Nánar má lesa hérna.