Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Andri Þór í efsta sæti eftir frábæran hring
Andri Þór Björnsson úr GR lék frábærlega í dag. Hann var aðeins höggi frá því að jafna vallarmetið af hvítum teigum.
Laugardagur 8. júní 2013 kl. 19:09

Andri Þór í efsta sæti eftir frábæran hring

- Hefur eins höggs forystu á 14 ára peyjann frá Hveragerði

Andri Þór Björnsson úr GR er í efsta sæti fyrir lokahringinn á Securitas mótinu sem..

- Hefur eins höggs forystu á 14 ára peyjann frá Hveragerði

Andri Þór Björnsson úr GR er í efsta sæti fyrir lokahringinn á Securitas mótinu sem fram fer á Eimskipsmótaröðinni. Hann lék á 64 höggum í dag eða sex höggum undir pari. Hann er samtals á sex höggum undir pari í mótinu.

Andri Þór lék sérlega gott golf í dag. Hann fékk sjö fugla, einn örn og þrjá skolla. Hann lék fyrri níu holurnar á tveimur höggum undir pari en bætti svo um betur á seinni níu sem hann lék á fjórum höggum undir pari. Þetta er besti hringur Andra á Eimskipsmótaröðinni. Andri var aðeins einu höggi frá því að jafna vallarmetið á Vestmannaeyjavelli á hvítum teigum sem er 63 högg.

Örninn 2025
Örninn 2025

Fannar Ingi Steingrímsson, 14 ára kylfingur úr GHG, hefur algjörlega slegið í gegn að undanförnu og hefur sýnt á fyrstu tveimur hringjunum í mótinu að hann er frábær kylfingur. Fannar lék á 70 höggum í dag eða á pari og er aðeins höggi á eftir Andra Þór fyrir lokahringinn. Fannar spilaði af miklu öryggi í dag og fékk tvo fugla og tvo skolla. Fróðlegt verður að fylgjast með þessum stórefnilega kylfingi á morgun á lokahringnum.

Ungir GKG-ingar að spila vel

Ragnar Már Garðarsson úr GKG spilaði sig inn í lokaráshópinn með því að spila á 66 höggum í dag eða fjórum höggum undir pari. Eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á pari er Ragnar í þriðja sæti á samtals fjórum höggum undir pari. Hann á því góðan möguleika á sigri á morgun. Íslandsmeistarinn Haraldur Franklín Magnús úr GR er í fjórða sæti eftir að hafa leikið á 70 höggum eða pari í dag.

Alls voru sjö kylfingar sem léku undir pari í dag. Tveir efnilegir kylfingar úr GKG koma í 5. og 6. sæti en það eru þeir Emil Þór Ragnarsson og Óðinn Þór Ríkharðsson. Óðinn lék á 68 höggum í dag en Emil á 69 höggum. Rúnar Arnórsson úr GK átti þriðja besta hring dagsins en hann lék á 67 höggum eða þremur höggum undir pari. Hann er samtals á pari í mótinu í 10. sæti.

Lokahringurinn fer fram á morgun. Veðurspá fyrir lokahringinn er reyndar ekkert alltof góð. Spáð er miklum vindi og einhver væta gæti fylgt með. Það gætu því verið krefjandi aðstæður framundan fyrir bestu kylfinga landsins.

Staðan í mótinu

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 H2 H3 Alls Mismunur
1 Andri Þór Björnsson GR -4 F 33 31 64 -6 70 64   134 -6
2 Fannar Ingi Steingrímsson GHG 2 F 36 34 70 0 65 70   135 -5
3 Ragnar Már Garðarsson GKG -1 F 33 33 66 -4 70 66   136 -4
4 Haraldur Franklín Magnús GR -4 F 35 35 70 0 67 70   137 -3
5 Emil Þór Ragnarsson GKG 1 F 34 35 69 -1 69 69   138 -2
6 Óðinn Þór Ríkharðsson GKG 2 F 35 33 68 -2 71 68   139 -1
7 Björgvin Sigurbergsson GK -2 F 37 35 72 2 67 72   139 -1
8 Örlygur Helgi Grímsson GV -1 F 35 36 71 1 68 71   139 -1
9 Páll Theodórsson GKJ 2 F 37 35 72 2 67 72   139 -1
10 Rúnar Arnórsson GK -2 F 35 32 67 -3 73 67   140 0
11 Bjarki Pétursson GB -1 F 36 33 69 -1 72 69   141 1
12 Birgir Guðjónsson GR 0 F 34 35 69 -1 72 69   141 1
13 Aron Snær Júlíusson GKG 1 F 37 33 70 0 71 70   141 1
14 Benedikt Sveinsson GK 3 F 37 34 71 1 71 71   142 2
15 Andri Már Óskarsson GHR 0 F 37 36 73 3 69 73   142 2
16 Sigurður Ingvi Rögnvaldsson GHD 2 F 38 36 74 4 69 74   143 3
17 Derrick John Moore GKG 1 F 36 35 71 1 73 71   144 4
18 Sigurþór Jónsson GK 0 F 38 34 72 2 72 72   144 4
19 Benedikt Árni Harðarson GK 3 F 35 35 70 0 75 70   145 5
20 Kristófer Orri Þórðarson GKG 3 F 34 36 70 0 75 70   145 5
21 Kristján Þór Einarsson GKJ -3 F 33 40 73 3 72 73   145 5
22 Hrafn Guðlaugsson GSE 0 F 35 36 71 1 75 71   146 6
23 Arnór Ingi Finnbjörnsson GR -2 F 37 34 71 1 75 71   146 6
24 Ottó Sigurðsson GKG 1 F 34 37 71 1 75 71   146 6
25 Helgi Birkir Þórisson GSE -1 F 38 34 72 2 74 72   146 6
26 Tryggvi Pétursson GR 2 F 35 37 72 2 74 72   146 6
27 Örn Ævar Hjartarson GS -2 F 37 36 73 3 73 73   146 6
28 Guðlaugur Rafnsson GJÓ 2 F 37 37 74 4 72 74   146 6
29 Stefán Þór Bogason GR 4 F 38 40 78 8 68 78   146 6
30 Snorri Páll Ólafsson GR 4 F 35 37 72 2 75 72   147 7
31 Arnar Snær Hákonarson GR -1 F 38 35 73 3 75 73   148 8
32 Theodór Emil Karlsson GKJ 0 F 37 37 74 4 74 74   148 8
33 Guðjón Karl Þórisson GJÓ 2 F 36 37 73 3 75 73   148 8
34 Magnús Lárusson GKJ 0 F 35 41 76 6 72 76   148 8
35 Helgi Anton Eiríksson GSE 2 F 37 42 79 9 69 79   148 8
36 Ragnar Þór Ragnarsson GKG 4 F 37 36 73 3 76 73   149 9
37 Tómas Sigurðsson GKG 4 F 37 38 75 5 74 75   149 9
38 Ólafur Hreinn Jóhannesson GSE 0 F 40 35 75 5 75 75   150 10
39 Alexander Aron Gylfason GR 2 F 37 38 75 5 76 75   151 11
40 Stefán Már Stefánsson GR -2 F 37 38 75 5 77 75   152 12
41 Egill Ragnar Gunnarsson GKG 3 F 35 40 75 5 77 75   152 12
42 Ísak Jasonarson GK 4 F 39 37 76 6 76 76   152 12
43 Sigurður H Hafsteinsson GR 2 F 39 40 79 9 73 79   152 12
44 Ingvar Jónsson 4 F 38 41 79 9 73 79   152 12
45 Björgvin Smári Kristjánsson GÁS 3 F 37 38 75 5 78 75   153 13
46 Kristinn Árnason GR 0 F 39 38 77 7 76 77   153 13
47 Guðjón Henning Hilmarsson GKG -1 F 37 35 72 2 82 72   154 14
48 Rúnar Óli Einarsson GKJ 3 F 37 38 75 5 79 75   154 14
49 Árni Freyr Hallgrímsson GR 4 F 38 37 75 5 79 75   154 14
50 Tómas Peter Broome Salmon GJÓ 2 F 41 37 78 8 77 78   155 15
51 Magnús Björn Sigurðsson GR 2 F 37 42 79 9 76 79   155 15
52 Hallgrímur Júlíusson GV 3 F 39 43 82 12 73 82   155 15
53 Örvar Samúelsson GA 1 F 38 39 77 7 79 77   156 16
54 Halldór Atlason GR 4 F 39 38 77 7 79 77   156 16
55 Björn Óskar Guðjónsson GKJ 4 F 42 35 77 7 79 77   156 16
56 Daníel Hilmarsson GKG 4 F 39 38 77 7 79 77   156 16
57 Guðmundur Örn Árnason NK 2 F 38 43 81 11 76 81   157 17
58 Sigurður Björn Waage Björnsson GV 4 F 40 42 82 12 75 82   157 17
59 Aðalsteinn Ingvarsson GV 1 F 38 40 78 8 80 78   158 18
60 Dagur Ebenezersson GKJ 1 F 42 35 77 7 82 77   159 19
61 Gauti Grétarsson NK 4 F 43 38 81 11 79 81   160 20
62 Kristinn Arnar Ormsson NK 5 F 43 41 84 14 76 84   160 20
63 Gísli Ólafsson GKJ 5 F 42 42 84 14 77 84   161 21
64 Ari MagnússonNiðurskurður GKG 2 F 37 44 81 11 81 81   162 22
65 Bjarki Freyr JúlíussonNiðurskurður GKG 3 F 40 42 82 12 80 82   162 22
66 Helgi IngimundarsonNiðurskurður GR 3 F 39 40 79 9 84 79   163 23
67 Guðni Valur GuðnasonNiðurskurður GKJ 4 F 35 42 77 7 87 77   164 24
68 Magnús BjarnasonNiðurskurður 4 F 44 40 84 14 80 84   164 24
69 Ragnar BaldurssonNiðurskurður GR 7 F 39 42 81 11 84 81   165 25
70 Daníel AtlasonNiðurskurður GR 4 F 39 47 86 16 80 86   166 26
71 Yngvi SigurjónssonNiðurskurður GKG 4 F 42 47 89 19 77 89   166 26
72 Styrmir GuðmundssonNiðurskurður GSE 1 F 42 48 90 20 78 90   168 28
73 Óskar Marinó JónssonNiðurskurður GSG 7 F 45 43 88 18 81 88   169 29
74 Magnús MagnússonNiðurskurður GKG 6 F 41 40 81 11 90 81   171 31
75 Pétur PéturssonNiðurskurður GKJ 5 F 42 49 91 21 80 91   171 31
76 Þórður Már JóhannessonNiðurskurður GR 4 F 45 48 93 23 83 93   176 36