Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Anna Karen til South Dakota háskólans
Miðvikudagur 7. febrúar 2024 kl. 22:17

Anna Karen til South Dakota háskólans

 Anna Karen Hjartardóttir úr Golfklúbbi Skagafjarðar hefur samið við South Dakota State University fyrir haustið 2024.

Anna Karen er efnilegur kylfingur og ætlar nú að taka næsta skref í golfinu með að fara til Bandaríkjanna í nám og golfleik.

Örninn 2025
Örninn 2025

„Við í ANSAathletics teyminu höfum fulla trú á að Anna Karen komi til með að bæta sig enn frekar í umhverfi SDSU og hlökkum til að fylgjast með henni á sinni vegferð ytra,“ segir í tilkynningu frá ANSAathletics sem vinnur með íslensku íþróttafólki.