Aphibarnrat spilar golf til þess að geta keypt sér flotta hluti
Kiradech Aphibarnrat er 27 ára gamall kylfingur frá Taílandi sem hefur á ferlinum sigrað á þremur mótum á Evrópumótaröðinni. Í dag situr hann í 86. heimslistans og því hefur hann það nokkuð gott fjárhagslega.
Aphibarnrat er meðal keppenda á Abu Dhabi Championship mótinu sem fer fram á Evrópumótaröðinni þessa vikuna en hann lék fyrsta hringinn á 6 höggum undir pari og er jafn í öðru sæti.
Eftir fyrsta hringinn var Aphibarnrat tekinn í viðtal hjá Golf Channel og greindi hann þar frá því að hann leikur golf til þess að kaupa sér dýra hluti á borð við úr, Yeezy skó (skór sem rapparinn Kanye West hannar) og Ferrari bíl.
„Ég á meira en 15 stykki af Yeezy en ef við teljum með skó eins og NMD og fleiri þá á ég yfir 40 strigaskó. Ég held að ég hafi svo eytt öllu verðlaunaféi mínu frá síðasta ári í úr. Þess vegna spila ég golf um allan heim. Ég eyði nefnilega öllum mínum pening í svona hluti.“ sagði Aphibarnrat og hló.
Viðtalið skemmtilega má sjá í heild sinni hér að neðan.