Fréttir

Arnar Már valinn PGA kennari ársins
Arnar Már með bikarinn. Mynd: Facebook.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 11. febrúar 2020 kl. 22:36

Arnar Már valinn PGA kennari ársins

Afreksþjálfari GKG, Arnar Már Ólafsson, var á dögunum útnefndur PGA kennari ársins fyrir árið 2019.

PGA á Íslandi stóð fyrir kosningu meðal félagsmanna, þar sem Arnar var einn af þremur tilnefndum kennurum.

Þetta er í annað sinn sem Arnar hlýtur þennan mikla heiður, en hann er vel að tilnefningunni kominn enda var seinasta ár afar gott hjá þeim liðum og einstaklingum sem Arnar Már þjálfar.

Meðal þeirra kylfinga sem hafa unnið með Arnari undanfarin misseri eru atvinnukylfingarnir Bjarki Pétursson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Andri Þór Björnsson sem allir komust á lokastig úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröð karla í haust. Auk þess þjálfar Arnar Már kylfinga í GKG sem fögnuðu tvöföldum sigri á Íslandsmóti golfklúbba í sumar.

PGA kennarar ársins:

2007 Árni Jónsson
2008 Staffan Johannson
2009 Arnar Már Ólafsson
2010 Brynjar Eldon Geirsson
2011 Derrick Moore
2012 Sigurpáll Geir Sveinsson
2013 Magnús Birgisson
2014 Heiðar Davíð Bragason
2015 Derrick Moore
2016 Derrick Moore
2017 Derrick Moore
2018 David George Barnwell