Fréttir

Birgir og Guðmundur leika saman á morgun
Birgir Leifur Hafþórsson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 7. september 2019 kl. 19:48

Birgir og Guðmundur leika saman á morgun

Eins og greint var frá fyrr í dag eru þeir Birgir Leifur Hafþórsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson jafnir á tveimur höggum undir pari eftir þrjá hringi á Open de Bretagne mótinu sem er hluti af Áskorendamótaröðinni.

Þeir félagar eru jafnir í 18. sæti ásamt átta öðrum kylfingum. Nú hafa rástímar verið birtir fyrir morgundaginn og er komið á hreint að Birgir og Guðmundur munu leika saman á morgun. Þeir eiga rás klukkan 10:40 að staðartíma, sem er 8:40 að íslenskum tíma. Með þeim í holli er Englendingurinn Marcus Armitage.

Efsti maður er á átta höggum undir pari og er næsti maður svo á sjö höggum undir pari. Eftir það eru níu kylfingar á fimm höggum undir pari og geta því Birgir og Guðmundur hæglega endað á meðal efstu manna með góðum hring.


Guðmundur Ágúst Kristjánsson.