golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

Fréttir

Bjarki góður á Spáni
Miðvikudagur 8. febrúar 2023 kl. 20:08

Bjarki góður á Spáni

Borgnesingurinn Bjarki Pétursson GKG lék á Lo Romero Open sem lauk á Spáni í dag. Mótið er hluti af European Pro Golf Tour mótaröðinni. Bjarki lék frábærlega á mótinu og lauk leik á 12 höggum undir pari, sem dugði honum í 4.sæti, einu höggi frá efsta sætinu. Þrír leikmen deildu því á 13höggum undir pari, þeir Patrick Keeling frá Írlandi, Skotinn Darren Howie og Norður Írinn Jonathan Caldwell.

„Ég var að slá óaðfinnanlega fyrsta daginn og hitti allar flatir í tilætluðum höggafölda. Fékk fjölmörg góð fuglafæri sem ég náði ekki að nýta, en ég púttaði 35 sinnum á fyrsta hring. Næstu tvo daga sló ég ekki jafn vel en eftir gott spjall við þjálfara minn Arnar Má Ólafsson komst pútterinn á flug og spilaði ég heilt yfir mjög gott golf, þrátt fyrir erfiðan vind. Því miður sló ég í rautt á næst síðustu holu og vantaði því eitt högg til að komast í toppsætið.“

golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

Jonathan Caldwell er enginn aukvisi í golfinu, því hann sigraði á Scandinavian Mixed árið 2021 á DP mótaröðinni og hann leikur á þeirri mótaröð eins og okkar maður Guðmundur Ágúst Kristjánsson.