Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Bjarki kjörinn Íþróttamaður Borgarfjarðar árið 2020
Bjarki Pétursson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 9. janúar 2021 kl. 19:44

Bjarki kjörinn Íþróttamaður Borgarfjarðar árið 2020

Borgnesingurinn Bjarki Pétursson var á dögunum kjörinn Íþróttamaður Borgarfjarðar annað árið í röð og í sjötta skipti á hans ferli.

Bjarki Pétursson leikur fyrir hönd Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar og varð til að mynda Íslandsmeistari í höggleik síðasta sumar þar sem hann setti stórglæsilegt mótsmet. Hann var einnig Íslandsmeistari Golfklúbba með sveit GKG.

Örninn 2025
Örninn 2025

Hann gerðist atvinnumaður síðla árs 2019 og átti því að vera mikið á ferð og flugi á síðasta ári en sökum Covid-19 breyttust plön Bjarka og gat hann nánast ekkert ferðast. Hann er með fullan þátttökurétt á Nordic League mótaröðinni ásamt því að vera með takmarkaðan þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni.

Hér að neðan má sjá umfjöllun um Bjarka en í myndbandinu er verið að kynna íþróttafólk Borgarfjarðar. Umfjöllunin um Bjarka hefst á 8:34.