Bretar og Írar byrja vel á Vivendi
Lið Bretlands og Írlands byrjar vel á fyrsta degi Vivendi/Seve Trophy þar sem þeir leiða í fjórum af fimm viðureignum dagsins, en leikinn er fjórleikur í dag og á morgun.
Graeme McDowell og Rory McIlroy eru t.a.m. meðp 3ja holu forskot á Søren Kjeldsen og Alvaro Quiros og það sama má segja um Anthony Wall og Chris Wood sem leika gegn Svíunum Henrik Stenson og Robert Karlsson. Kemur það nokkuð á óvart þar sem bæði eru Svíarnir vanari að leika í liðakeppnum, en þeir hafa líka verið liðsfélagar áður.
Sjá stöðuna í leikjum dagsins
Mynd/golfsupport.nl - Úr safni