Fréttir

Cameron Champ þurfti að draga sig úr Genesis mótinu vegna vetrarstorms
Cameron Champ
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 18. febrúar 2021 kl. 21:32

Cameron Champ þurfti að draga sig úr Genesis mótinu vegna vetrarstorms

Þó nokkuð hefur verið um vetrarstorma í Bandaríkjunum undanfarna daga og hefur Cameron Champ ekki farið varhuga af því. Heimili Champ er nálægt Houston í Texas en þar reið yfir stormur í vikunni sem olli því að mörg heimili hafa nú ekki aðgang að vatni eða rafmagni.

Heimili Champ er þar á meðal og þurfti hann því að draga sig úr leik á Genesis Invitational mótinu sem hófst í Los Angeles í dag. Champ átti að vera í holli með Rory McIlroy og Bryson DeChambeu fyrstu tvo hringina en það var Andrew Putnam sem tók sæti hans í staðinn.