Cantley kosinn leikmaður ársins
PGA mótaröðin tilkynnti í dag úrslit úr kosningunni um leikmann ársins á síðasta tímabili.
Þeir fimm leikmenn sem voru tilnefndir eru Jon Rahm, Bryson DeChambeau, Harris English, Collin Morikawa og FedEx meistarinn Patrick Cantley.
Flestir fjölmiðlar höfðu fært rök fyrir því að líklegast væri að Jon Rahm yrði kosinn en það varð ekki niðurstaðan. Patrick Cantley sem sigraði fjórum sinnum á tímabilinu, þar af á síðustu tveimur mótum FedEx úrslitakeppninnar fékk flest atkvæði kollega sinna og hlýtur því titilinn leikmaður ársins á PGA mótaröðinni.
Það er ekki annað hægt en að samgleðjast með Cantley sem gengið hefur í gegnum mjög erfiða tíma á sínum ferli.