Fréttir

Casey orðinn jafn  Clarke, Goosen og Norman
Paul Casey.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 8. september 2019 kl. 19:46

Casey orðinn jafn Clarke, Goosen og Norman

Eins og kom fram fyrr í kvöld fagnaði Paul Casey sigri á Porsche European Open mótinu sem lauk í dag á Evrópumótaröðinni. Hann lék lokahringinn á sex höggum undir pari og endaði mótið á 14 höggum undir pari, höggi á undan næstu mönnum.

Þetta var fyrsti sigur Casey á Evrópumótaröðinni síðan í KLM Open mótinu árið 2014. Eftir sigurinn í dag er Casey kominn með 14 sigra á Evrópumótaröðinni og er hann nú kominn í 18. sæti yfir sigursælustu kylfinga mótaraðarinnar. Nú er hann orðinn jafn þremur öðrum en það eru þeir Darren Clarke, Retief Goosen og Greg Norman.

Það er ljóst að takist Casey að vinna einhver mót í viðbót á Evrópumótaröðinni mun hann komast í sögubækurnar fyrir að vera einn af betri kylfingum í sögu mótarðarinnar. Hann á þó töluvert í land að ná efsta sætinu en Seve Ballesteros hefur unnið felst mót, eða 50 talsins.