Fréttir

Charley Hull sigraði eftir frábæran lokahring
Hull lék frábært golf á lokahringnum og tryggði sér sigurinn.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 17. október 2021 kl. 08:29

Charley Hull sigraði eftir frábæran lokahring

Aramco Team Series mótinu lauk í gær í New York.

Charley Hull lék frábærlega á lokahringnum og tryggði sér sigurinn með því að leika á 65 höggum og 12 höggum undir pari samtals.Hennar fyrsti sigur síðan 2019. Enginn annar kylfingur af 10 efstu náði að leika undir 70 höggum.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Höggi á eftir Hull í öðru sæti var Nelly Korda sem lék lokahringinn á 70 höggum. Þriðja var svo Danielle Kang á 9 höggum undir pari.

Samhliða einstaklingskeppninni var einnig liðakeppni. Eftir tvær holur í bráðabana sigraði Lið Jessica Korda lið Sophia Popov.

Í liði Korda voru einnig Karoline Lampert og Lina Boqvist ásamt áhugamanninum Alexandra O'Laughlin.

Lokastaðan í einstaklingskeppninni

Lokastaðan í liðakeppninni