Fréttir

Connors fékk 300.000 dollara til að gefa til góðgerðarmála
Corey Connors.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 24. nóvember 2020 kl. 20:40

Connors fékk 300.000 dollara til að gefa til góðgerðarmála

Eftir RSM Classic mótið, mót helgarinn á PGA mótaröðinni, var Kandamaðurinn Corey Connors úthlutaðir 300.000 dollarar til að gefa til góðgerðarmála af eigin vali.

Hann hlaut þennan pening fyrir það að vera með flesta fugla í fyrstu 11 mótum tímabilsins. Samtals er Connors búinn að fá 147 fugla sem er sex fuglum meira en næstu maður.

Þeir sem voru í öðru og þriðja sæti þessa lista fengu einnig pening. Sepp Straka hefur fengið 141 fugl og fékk hann 150.000 dollara og svo fékk Sungjae Im 50.000 dollara fyrir að vera í þriðja sæti með 139 fugla.

Að lokum fengu allir kylfingar sem höfðu fengið flesta fugla í hverju móti fyrir sig 50.000 dollara til að leggja til einhvers góðgerðarmálefnis.