Fréttir

Dagbjartur og Guðrún Brá í forystu á Hlíðavelli
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 16. maí 2020 kl. 21:56

Dagbjartur og Guðrún Brá í forystu á Hlíðavelli

Dagbjartur Sigurbrandsson, Golfklúbbi Reykjavíkur  lék best allra á fyrstu 36 holunum á ÍSAM-mótinu á Hlíðavelli í Mosfellsbæ en hann er á sex höggum undir pari og leiðir í karlaflokki með tveimur höggum. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Golfklúbbnum Keili er efst í kvennaflokki á tveimur undir pari.

Í karlaflokki er heimamaðurinn Björn óskar Guðjónsson annar á -4 og síðan koma þrír kylfingar á tveimur undir pari, Axel Bóasson, Andri Þór Björnsson og Ólafur Björn Loftsson. Það er því óhætt að segja að áhugamennirnir hafi stolið senunni á fyrstu tveimur hringjunum en lokahringurinn fer fram á sunnudag.

Guðrún Brá setti vallarmet á fyrri hingnum þegar hún lék á -4. Ólafía Þ. Kristinsdóttir lék báða hringina á pari og er önnur, tveimur á eftir Guðrúnu sem varð Íslandsmeistari í fyrra. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR,  er í 3. sæti  á þremur yfir pari.

Myndirnar tók Sigurður Elvar, [email protected]

Guðrún Brá á Hlíðavelli.

Valdísi Þóru gekk ekki vel en er hún með Covid19 klút fyrir vitunum?

Aðstæður voru góðar á Hlíðavelli í dag.