Örninn 21 bland 1
Örninn 21 bland 1

Fréttir

Darren Clarke efstur á Opna móti eldri kylfinga
Darren Clarke er efstur þegar mótið er hálfnað
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
laugardaginn 24. júlí 2021 kl. 09:54

Darren Clarke efstur á Opna móti eldri kylfinga

Opna mótið fyrir eldri kylfinga fer fram í þessari viku á Sunningdale vellinum í Englandi.

Eins og alltaf í risamótum eldri kylfinga er listi þátttakenda stjörnum prýddur.

Þegar keppni er hálfnuð er það Darren Clarke sem er efstur á 8 höggum undir pari. Höggi á eftir honum koma hinn 63 ára Bernhard Langer sem alltaf virðist vera í toppbaráttunni og Jerry Kelly.

Niðurskurðurinn í mótinu miðaðist við 5 högg yfir pari og náðu flest stóru nöfnin að forðast niðurskurðarhnífinn að þessu sinni.

Staðan í mótinu

Örninn járn 21
Örninn járn 21