Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Day og Williams enda samstarf eftir aðeins sex mót
Steve Williams og Jason Day.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 13. ágúst 2019 kl. 10:30

Day og Williams enda samstarf eftir aðeins sex mót

Aðeins sex mótum eftir að hafa hafið samstarf hafa þeir Jason Day og Steve Williams ákveðið að hætta samstarfi en ástæðan ku vera „sambandsleysi“ milli þeirra.

Williams sem er hvað þekktastur fyrir það að hafa unnið með Tiger Woods fór að vinna með Day fyrir Opna bandaríska meistararmótið. Samstarf þeirra gekk vel til að byrja með en Day endaði jafn í 21. sæti á Opna bandaríska meistaramótinu og jafn í 8. sæti á Travelers Championship mótinu.

Á Northern Trust mótinu sem fram fór nú um helgina komst Day aftur á móti ekki gegnum niðurskurðinn og tóku þeir félgar því ákvörðun um að slíta samstarfinu.

„Við tókum þessa ákvörðun í sameiningu og þetta var ekki auðveld ákvörðun. Það fyrir finnast ekki meiri fagmenn en hann þannig ég lærði mikið að vera með hann á pokanum.“

„Við náðum bara ekki saman. Steve er góður vinur og ég ber mikla virðingu fyrir honum. Ég vil þakka Steve fyrir allt sem hann hefur kennt mér.“