Fréttir

DeChambeau segir að það hafi næstum liðið yfir sig á æfingum
Bryson DeChambeau.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 8. janúar 2021 kl. 18:46

DeChambeau segir að það hafi næstum liðið yfir sig á æfingum

Það hefur lítið annað komist að hjá Bryson DeChambeau undanfarna mánuði en að slá langt og hefur hann lagt mikið á sig til þess að slá boltann lengra. Svo mikið hefur hann lagt á sig að hann segir að það hafi næstum liðið yfir sig á einhverjum æfingum.

Síðustu vikurnar hefur hann meðal annars eitt tíma með Kyle Berkshire en hann vann meðal annars keppnina um högglengsti kylfingur heims síðast þegar sú keppni fór fram.

DeChambeau sagði eftir fyrsta hring Sentry Tournament of Champions mótsins, þar sem hann lék á 69 höggum (-4), að hann hafi þurft að stoppa sig af vegna þess að hann var farinn að fá aðsvif.

 „Það var tímapunktur sem kom þar sem var eins og ég væri að horfa gegnum göng og ég þurfti að stoppa. Ég meina ég varð bara að hætta. Það er ekki tímabært að hætta fyrr. Það leið ekki yfir mig en ég var mjög nálægt því alveg eins og hann [Kyle Berkshire] var.“

„Kylfuhraðinn hjá honum var 117,118 mílur á klukkustund og hann er kominn í 150 núna. Hann hefur augljóslega gert réttu hlutina og hann hefur gert það með eðlilegum hætti og ég vildi læra af honum“