Donald: „Leið eins og ég gæti ekki gert mistök“
Englendingurinn Luke Donald lék á alls oddi á fyrsta keppnisdegi á DP World Tour Championship mótinu sem fram fer í Dubai. Hann er í efsta sæti eftir mjög góðan fyrsta hring sem hann lék á 65 höggum.
„Ég sló boltanum frábærlega í dag - fyrir utan 18. brautina,“ sagði Donald. „Mér leið eins og ég gæti ekki gert mistök. Ég sló mjög vel með járnunum og það er gaman þegar þetta er svona auðvelt.“
Donald vann mót í Japan um síðustu helgi og er að leika mjög vel um þessar mundir. „Þér líður alltaf hálf skringilega vikunni eftir að þú vannst mót. Þú er fullur eftirvæntingar og meira sjálfstraust til staðar. Það gaf mér mikið andlega að vinna sterkt mót með fimm höggum.“
Hér að ofan má sjá samantekt frá fyrsta hringnum í Dubai.
Luke Donald var að slá vel með TaylorMade RocketBallz drævernum í dag.