Draumahögg á veirutímum
Draumahöggin, hola í höggi, koma líka á veirutímum. Helga Björg Halldórsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á Húsatóftavelli í Grindavík á laugardag. Helga Björg hitti draumahöggið á 5. Braut þegar hún mundaði 5-tréð á fimmtu braut og smellti boltanum í holu. Vel gert og því var fagnað á viðeigandi hátt eftir hringinn.
Helga var með vinum sínum, Ásgerði Sverrisdóttur, Önnu Sverrisdóttur og Bergþóri Konráðssyni sem léku golf í góðu veðri á Húsatóftavelli.