Fréttir

Efsti maður heimslistans komst ekki áfram
Justin Rose.
Laugardagur 13. apríl 2019 kl. 12:00

Efsti maður heimslistans komst ekki áfram

Justin Rose, sem er í efsta sæti heimslistans, reið ekki feitum hesti frá Masters mótinu. Rose lék fyrsti tvo hringi mótsins á fjórum höggum yfir pari og ljóst að hann verður ekki með um helgina þar sem niðurskurðurinn miðast við þá kylfinga sem voru á þremur höggum yfir pari og betur.

Fyrsti hringurinn setti Rose í erfiða stöðu en hann lék hann á 75 höggum, eða þremur höggum yfir pari. Í gær var Rose á tveimur höggum undir pari um tíma en þrír skollar á síðustu fjórum holunum olli því að hann lék hringinn á 73 höggum, eða höggi yfir pari.

Hann endaði hringina tvo á fjórum höggum yfir pari. Það eru því miklar líkur á því að hann verði ekki lengur efsti maður heimslistans þegar Masters mótið klárast á sunnudaginn.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is