Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Ekkert golfveður í kortunum næstu daga
Miðvikudagur 13. apríl 2011 kl. 13:26

Ekkert golfveður í kortunum næstu daga

Nú þegar aprílmánuður er að verða hálfnaður þá eru flestir kylfingar farnir að þrá verulega að skella sér einn golfhring og athuga hvort sveiflan sé ekki í lagi. Nokkrir blíðveðursdagar hafa runnið upp að undanförnu en ef veðurspá er skoðuð næstu daga þá er ljóst að veður til golfiðkunar verður ekki upp á marga fiska.

Örninn 2025
Örninn 2025

Tvö opin golfmót eru sett um helgina, í Leirunni í Keflavík og Í Þorlákshöfn. Mótin fara fram á laugardaginn en er sú spá nokkuð betri en aðra daga. Spáð er tveggja gráðu hita, hægum vindi en slydda eða haglél gæti fallið inn á milli. Þetta gæti þó breyst þegar nær dregur.

Vallarstjórar landsins vona væntanlega flestir að sem minnst frost verði á næstu vikum enda er þessi árstími afar mikilvægur hvað varðar uppgang lífríkis í völlunum. Hér að neðan má sjá veðurspá næstu daga.