Elísabet í 17. sæti eftir tvo hringi
Elísabet Ágústsdóttir, úr GKG, keppir á Hurrican Junior Tour mótinu sem fer fram á Orange County National vellinum í Orlando um þessar mundir. Elísabet keppir í flokki 15-18 ára stúlkna en alls eru 27 stúlkur sem taka þátt.
Elísabet hefur ekki komist á flug í mótinu en hún lék fyrsta hring á 88 höggum og annan hring á 85 höggum. Hún situr því um miðjan hóp, eða í 17.sæti en seinasti hringurinn fer fram í dag.
Anina Ku frá Bandaríkjunum er efst fyrir lokahringinn en hún er samtal á níu höggum yfir pari og hefur tveggja högga forskot á Georgette Garcia sem er önnur.