Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Ellie Spieth vill bara sjá holu í höggi
Móðir þeirra tók myndina í flugvélinni á heimleið eftir PGA mótið.
Þriðjudagur 18. ágúst 2015 kl. 07:30

Ellie Spieth vill bara sjá holu í höggi

Ellie Spieth, systir Jordan, kemur ekki oft á mótin hjá honum en var viðstödd PGA mótið. Jordan talaði meira að segja um það eftir einn hringinn.

„Já, ég heyrði í henni kalla þegar ég var að labba á fyrsta teig. Ég sá foreldra mína og Ellie. Ég heyrði ekkert til þeirra meðan ég spilaði á vellinum. Það var mikill áhorfendaskari svo ég náði ekkert að pikka þau út. Ég met það mikils þegar hún mætir.“

Örninn 2025
Örninn 2025

Hún kallaði nafnið hans eftir hringinn á laugardaginn, þegar hann skoraði 30 högg á seinni níu. Spieth hefur sagt að henni sé alveg sama hvort hann vinni eða ekki, bara að hann fari holu í höggi.