Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Emil Þór sló vallarmetið á Tungudalsvelli
Emil Þór með verðlaunin í móti helgarinnar.
Mánudagur 20. ágúst 2018 kl. 07:00

Emil Þór sló vallarmetið á Tungudalsvelli

Emil Þór Ragnarsson, GKG, gerði sér lítið fyrir og setti nýtt vallarmet á Tungudalsvelli í Ísafirði um helgina þegar hann lék á Sjávarútvegsmótaröðinni.

Leiknir voru tveir hringir í mótinu en Emil lék þann seinni á 5 höggum undir pari eða 67 höggum sem er nýtt vallarmet. Hringurinn byrjaði þó alls ekki vel hjá Emil en hann fékk tvöfaldan skolla á fyrstu holu. Hann svaraði þó vel fyrir það með þremur fuglum á næstu fimm holum og fjórum fuglum í röð á holum 11-15.

Fyrra vallarmetið á Tungudalsvelli var 72 högg og var það sett eftir að vellinum var breytt örlítið í vetur.

Emil stóð uppi sem sigurvegari í mótinu. Hann lék hringina tvo samtals á 2 höggum undir pari og varð þremur höggum betri en Stefán Óli Magnússon sem varð annar.

Hér er hægt að sjá úrslit mótsins.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is