Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Coetzee leiðir fyrir lokahringinn
George Coetzee.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 12. september 2020 kl. 19:13

Evrópumótaröð karla: Coetzee leiðir fyrir lokahringinn

Suður-Afríski kylfingurinn George Coetzee er með eins höggs forystu fyrir lokahringinn á Portugal Masters mótinu sem fer fram á Evrópumótaröð karla í golfi.

Coetzee lék þriðja hringinn á 66 höggum og er á 11 höggum undir pari eftir hringina þrjá. Julien Guerrier frá Frakklandi og Masahiro Kawamura frá Japan eru jafnir í öðru sæti á 10 höggum undir pari.

Coetzee hefur sigrað fjórum sinnum á Evrópumótaröðinni en síðasti sigurinn hans kom árið 2018 á Tshwane Open.

Lokahringur mótsins fer fram á morgun, sunnudag. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Staða efstu manna:

1. George Coetzee, -11
2. Julien Guerrier, -10
2. Masahiro Kawamura, -10
4. Laurie Canter, -9
4. Niklas Lemke, -9
6. Liam Johnston, -8
6. Sihwan Kim, -8
6. Sebastian Garcia Rodriquez, -8