Örninn 21 bland 1
Örninn 21 bland 1

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Frábærar síðari níu holur tryggði Wiesberger öruggan sigur
Bernd Wiesberger.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 30. maí 2021 kl. 15:45

Evrópumótaröð karla: Frábærar síðari níu holur tryggði Wiesberger öruggan sigur

Austurríksmaðurinn Bernd Wiesberger var rétt í þessu að landa sínum áttunda titli á Evrópumótaröð karla þegar að hann bar sigur úr býtum á Made in HimmerLand mótinu. Sigurinn var öruggur en það voru síðari níu holurnar í dag sem gerði möguleika annarra kylfinga að engu.

Wiesberger var höggi á undan næsta manni fyrir daginn í dag. Eftir níu holur í dag var Wiesberger á tveimur höggum undir pari og var forysta hans þá einungis tvö högg. Hann datt aftur á móti í mikið stuð á síðari níu holunum þar sem hann fékk fimm fugla á fyrstu sex holunum og var þá forysta hans orðin fimm högg. Hann sigldi sigrinum í höfn með þremur pörum og kom því í hús á 64 höggum, eða sjö höggum undir pari.

kylfingur.is
kylfingur.is

Hann endaði mótið á samtals 21 höggi undir pari og varð hann fimm höggum á undan Guido Migliozzi sem átti besta hring dagsins, 63 högg.

Wiesberger sigraði einnig á þessu móti árið 2019 en árið 2020 var því aflýst vegna kórónuveirufaraldursins.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.

Örninn járn 21
Örninn járn 21