Fréttir

Evrópumótaröð karla: Horsey með nauma forystu eftir fyrsta hring
David Horsey
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 4. febrúar 2021 kl. 14:30

Evrópumótaröð karla: Horsey með nauma forystu eftir fyrsta hring

Fyrsti hringur á Saudi International mótinu á Evrópumótaröð karla var leikinn í Sádi-Arabíu í dag. Það var Englendingurinn David Horsey sem lék best allra á fysta hring en hann kom í hús á 9 höggum undir pari.

Horsey fór hægt af stað en eftir 9 holur var hann á tveimur höggum undir pari eftir að hafa fengið fugla á 5. og 6. holunni. Þá setti hann í fimmta gír og fékk hvorki meira né minna en fimm fugla í röð á holum 10 til 14. Hann fékk svo tvo fugla til viðbótar áður en hann paraði 18. holuna og lék því seinni 9 holurnar á 28 höggum eða sjö höggum undir pari.

Í 2. sæti, einu höggi á eftir Horsey, er Stephen Gallacher á 8 höggum undir pari. Fyrri 9 holur vallarins féllu betur í kramið hjá Gallacher en þær lék hann á 29 höggum eða sex höggum undir pari þar sem hann fékk sex fugla og restin pör. Gallacher hafði áður fengið fjóra fugla og tvo skolla á holum 9-18 en hann hóf leik á seinni 9 holunum á hringnum í dag. 

Í þriðja sæti, á sex höggum undir pari, er svo Bernd Wiesberger.

Hér má fylgjast með stöðunni í mótinu.