Prósjoppan mottumars
Prósjoppan mottumars

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Jafnt á toppnum þegar leik var frestað
Ryan Fox
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 5. febrúar 2021 kl. 18:00

Evrópumótaröð karla: Jafnt á toppnum þegar leik var frestað

Annar hringur á Saudi International mótinu á Evrópumótaröð karla var leikinn í dag. Fresta þurfti leik í um tvær klukkustundir vegna veðurs og náðu því ekki allir keppendur að ljúka við hringinn. 

Fyrir daginn var Englendingurinn David Horsey með eins höggs forystu en hann náði sér ekki á strik í dag og lék á tveimur höggum yfir pari. Tveir eru jafnir í efsta sæti á samtals 10 höggum undir pari. Það eru þeir Ryan Fox og Stephen Gallacher.

Fox náði að ljúka við hringinn í dag og lék hann á fimm höggum undir pari en það var besta skor dagsins. Á hringum fékk hann sex fugla, einn skolla og restin pör. Gallacher náði aðeins að ljúka við 12 holur í dag og lék hann þær á tveimur höggum undir pari. 

Fjórir kylfingar eru janfnir í 3. sæti á samtals 8 högum undir pari. Stefnt er að því að klára annan hringinn snemma í fyrramálið og hefst svo þriðji hringur strax í kjölfarið.

Hér má sjá stöðuna í mótinu.