Prósjoppan mottumars
Prósjoppan mottumars

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Johnson fagnaði sigri á Saudi International í annað skiptið
Dustin Johnson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 7. febrúar 2021 kl. 13:24

Evrópumótaröð karla: Johnson fagnaði sigri á Saudi International í annað skiptið

Saudi International mótið á Evrópumótaröð karla kláraðist nú fyrir skömmu og var það efsti maður heimslistans, Dustin Johnson, sem bar sigur úr býtum eftir spennandi lokadag.

Johnson byrjaði daginn tveimur höggum á undan næsta manni en þéttur hópur kylfinga fylgdi í humátt þar á eftir. Fljótlega á hringnum var staðan orðin jöfn þar sem Johnson gekk illa að ná í fugla. Á meðan voru margir að leika vel. Johnson komst þó aftur í forystu með góðum fugli á 13. holunni og lét hann þá forystu aldrei af hendi. Fugl á 17. einfaldaði hlutina fyrir honum og fór hann með tveggja högga forystu á lokaholuna. 

Hann lék lokahringinn á 68 höggum og endaði hann mótið á 15 höggum undir pari. Johnson hefur nú unnið mótið tvisvar sinnum en þetta er þriðja skiptið sem mótið er haldið.

Jafnir í öðru sæti á 13 höggum undir pari urðu þeir Justin Rose og Tony Finau.

Hérna má sjá lokstöðuna í mótinu.