Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Larrazábal sigraði á lokaholunni
Pablo Larrazábal
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 1. desember 2019 kl. 14:30

Evrópumótaröð karla: Larrazábal sigraði á lokaholunni

Lokahringurinn á Alfred Dunhill Championship mótinu á Evrópumótaröð karla var leikinn í dag. Fyrir daginn var það Spánverjinn Pablo Larrazábal sem var með þriggja högga forystu og því í ágætis málum. Larrazábal var nálægt því að missa af sigrinum í dag en náði að bjarga sér með fugli á lokaholunni. 

Larrazábal fór ekki vel af stað í dag og var kominn á sex högg yfir par eftir 9 holur. Þá sneri hann hins vegar blaðinu við og lék seinni 9 holurnar á þremur höggum undir pari þar sem hann fékk fjóra fugla og einn skolla. Þegar 17 holur voru búnar var Larrazábal jafn þeim Joel Sjöholm og Wil Besseling á samtals 7 höggum undir pari. Larrazábal fékk svo fugl á 18. holunni á meðan Sjöholm fékk par og Besseling skolla og stóð Larrazábal því uppi sem sigurvegari á samtals 8 höggum undir pari.

Í 2. sæti varð svo Joel Sjöholm á samtals 7 höggum undir pari. Þrír enduðu jafnir í 3. sæti á sex höggum undir pari, þeir Wil Besseling, Branden Grace og Charl Schwartzel.

Hér má sjá lokastöðuna í mótinu.