Fréttir

Evrópumótaröð karla: MacIntyre sigraði í einvíginu
Robert MacIntyre. Mynd: GettyImages.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 8. nóvember 2020 kl. 16:34

Evrópumótaröð karla: MacIntyre sigraði í einvíginu

Robert MacIntyre sigraði í dag á Aphrodite Hills Cyprus einvíginu sem fór fram á Evrópumótaröð karla um helgina. MacIntyre spilaði á 7 höggum undir pari í dag sem var besti hringur dagsins.

Alls léku 19 kylfingar um sigurinn í dag í eins konar einvígi en það voru þeir 19 sem léku best á þriðja keppnisdeginum. Allir byrjuðu þeir lokadaginn á parinu og eftir þrjá fugla á síðustu fjórum holum dagsins fagnaði MacIntyre sigri á 7 höggum undir pari.

Þetta er fyrsti sigur MacIntyre á Evrópumótaröðinni en hann var nýliði ársins í fyrra.

Japaninn Masahiro Kawamura endaði í öðru sæti á 6 höggum undir pari. Spánverjinn Jorge Campillo varð svo í þriðja sæti á 5 höggum undir pari, höggi á undan þremur kylfingum.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.