Golfbúðin #Hamar
Golfbúðin #Hamar

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Mjótt á munum fyrir lokahringinn
Robert MacIntyre
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 7. september 2019 kl. 18:00

Evrópumótaröð karla: Mjótt á munum fyrir lokahringinn

Þriðji hringurinn á Porsche European Open mótinu á Evrópumótaröð karla var leikinn í Þýskalandi í dag. Fyrir hringinn var Skotinn Robert MacIntyre með fjögurra högga forystu. Hann deilir nú forystunni með heimamanninum Bernd Ritthammer en þeir eru báðir á samtals 9 höggum undir pari.

Ritthammer lék hringinn í dag á tveimur höggum undir pari þar sem hann fékk fimm fugla, þrjá skolla og restin pör. MacIntyre náð ekki að fylgja eftir tveimur góðum hringjum en kom í hús á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Eftir 17 holur var MacIntyre á þremur höggum yfir pari eftir að hafa fengið þrjá skolla en fékk svo einn fugl á lokaholunni. 

Í 2. sæti situr Paul Casey á 8 höggum undir pari en hann lék hringinn í dag á þremur höggum undir pari. Tveir eru svo jafnir í 4. sæti á 7 höggum undir pari og getur því allt gerst á lokahringnum á morgun.

Hér má sjá stöðuna í mótinu.