Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Pulkkanen með eins höggs forystu
Tapio Pulkkanen.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 10. október 2019 kl. 18:57

Evrópumótaröð karla: Pulkkanen með eins höggs forystu

Það er Finninn Tapio Pulkkanen sem er í forystu eftir einn hring á Italian Open mótinu sem leikið er á Evrópumótaröð karla. Hann er höggi á undan Rory Sabbatini. Fyrrum efsti maður heimslistans, Justin Rose, er ekki langt á eftir en hann er jafn fjórum kylfingum í þriðja sæti.

Pulkkanen hóf leik á 10. holu í dag og byrjaði hringinn með miklum látum. Hann fékk fimm fugla á fyrstu átta holunum. Á síðari níu bætti hann svo við tveimur fuglum til viðbótar og endaði því hringinn á 64 höggum, eða sjö höggum undir pari.

Sabbatini er eins og áður sagði einn í öðru sæti höggi á eftir Pulkkanen. Á hringnum í dag fékk Sabbatini einn skolla, fimm fugla og einn örn. Rose er síðan á fimm höggum undir pari, jafn í þriðja sæti.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.