Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Rahm varði titilinn á Spáni og bætti með Ballesteros
Jon Rahm. Mynd: Gettyimage
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 6. október 2019 kl. 20:24

Evrópumótaröð karla: Rahm varði titilinn á Spáni og bætti með Ballesteros

Það var heimamaðurinn Jon Rahm sem fagnaði sigri á Mutuactivos Open de España mótinu sem lauk í dag á Spáni.

Rahm var með fimm högga forystu fyrir daginn í dag og sýndi hann engin veikleikamerki í dag. Hann lék fyrstu 14 holurnar á sex höggum undir pari og var þá sigurinn nánast kominn í höfn. Einn skolli á síðustu fjórum kom ekki að sökum og kom Rahm í hús á 66 höggum, eða fimm höggum undir pari. Samtals endaði Rahm á 22 höggum undir pari.

Rafa Cabrera Bello endaði einn í öðru sæti á 17 höggum undir pari. Hann lék líkt og Rahm á 66 höggum.

Ásamt því að hafa verið fyrsti maðurinn til að vinna mótið tvö ár í röð þá bætti Rahm met sem samlandi hans, Seve Ballesteros, átti. Það tók Ballesteros á sínum tíma 49. mót til þess að vinna fimm mót á mótaröðinni. Sigurinn í dag var fimmtu sigur Rahm á mótaröðinni og náði hann þeim árangri í 39 tilraunum.

Hér má sjá lokastöðuna í mótinu.