Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Schwab í forystu eftir tvo hringi
Matthias Schwab.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 8. nóvember 2019 kl. 19:35

Evrópumótaröð karla: Schwab í forystu eftir tvo hringi

Matthias Schwab er með eins höggs forystu eftir tvo hringi á Turkish Airlines Open mótinu sem fer fram á Evrópumótaröð karla.

Hinn 24 ára gamli Schwab er búinn að spila hringina tvo á 12 höggum undir pari og er höggi á undan Ryder spilurunum Danny Willett og Alex Noren en Thomas Detry og Ross Fisher eru einnig á 11 höggum undir pari.

Justin Rose, sem hefur sigrað á mótinu tvö ár í röð, er jafn í sjötta sæti á 10 höggum undir pari. Rose er jafn kylfingum á borð við Robert Macintyre sem lék á 63 höggum á öðrum keppnisdeginum.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

132 högg: M Schwab (Aut) 65 67,
133 högg: T Detry (Bel) 67 66, D Willett (Eng) 67 66, A Noren (Swe) 66 67, R Fisher (Eng) 69 64,
134 högg: J Scrivener (Aus) 68 66, J Harding (RSA) 69 65, R Macintyre (Sco) 71 63, D Lipsky (USA) 66 68, J Rose (Eng) 67 67,