Fréttir

Evrópumótaröð karla snýr aftur | Guðmundur og Haraldur meðal keppenda
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 8. júlí 2020 kl. 17:27

Evrópumótaröð karla snýr aftur | Guðmundur og Haraldur meðal keppenda

Þeir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús verða báðir á meðal keppenda á Evrópumótaröð karla snýr aftur á morgun eftir fjögurra mánaðahlé eða allt frá því að heimurinn lagðist á hliðina vegna kórónuveirufaraldursins. Mótið sem hefst á morgun er Austrian Open og er það einnig hluti af Áskorendamótaröðinni.

Guðmundur og Haraldur eru báðir með þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni en þeir unnu sér inn þátttökurétt með góðum árangri á Nordic Golf mótaröðinni.á síðasta ári.

Leikið er á Diamond golfvellinum sem er rétt fyrir utan Vín og hefur Haraldur leik klukkan 10:25 að staðartíma sem er 8:25 að íslenskum tíma. Með honum í holli eru þeir Robin Dawson og Jonas Kölbing.

Guðmundur er í síðasta holli dagsins og hefur hann leik klukkan 15:05 að staðartíma (13:05). Með honum í holli eru þeir Jens Dantorp og Alvaro Arizabaleta.

Þekktasti kylfingur mótsins er vafalaust Miguel Ángel Jiménez. Á meðal keppenda má einnig finna þá Nicolas Colsaerts og Joost Luiten en báðir hafa þeir fagnað sigri á Evrópumótaröðinni.

Fylgjast má með gangi mála hérna.


Haraldur Franklín Magnús.