Fréttir

Evrópumótaröð karla: Wallace í góðum málum fyrir lokahringinn
Matt Wallace.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 17. október 2020 kl. 19:29

Evrópumótaröð karla: Wallace í góðum málum fyrir lokahringinn

Þriðji dagur Skoska meistaramótsins fór fram í dag en mótið er hluti af Evrópumótaröð karla. Það er Englendingurinn Matt Wallace sem er í forystu eftir daginn og er staða hans vænleg á fyrir lokahringinn þar sem hann er þremur höggum á undan næsta manni.

Wallace hóf daginn jafn í efsta sæti en fyrir daginn í dag hafði hann aðeins tapað einu höggi. Það varð lítil breyting á því og kom hann í hús á 66 höggum, eða sex höggum undir pari, þar sem hann fékk fjóra fugla, einn örn og restina pör. Eftir daginn er Wallace á samtals 18 höggum undir pari.

Garrick Porteous er einn í öðru sæti á 15 höggum undir pari. Hann lék líkt og Wallace á 66 höggum. Á hringnum í dag fékk hann sjö fugla, einn skolla og restina pör.

Einn í þriðja sæti á 14 höggum undir pari eru Adrian Otaegui. Fyrir daginn var hann jafn Wallace á toppnum en í dag náði hann aðeins að leika á tveimur höggum undir pari og er hann því fjórum höggum á eftir Wallace.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

View this post on Instagram

Making light work of par 4s 🦅 #AXAScottishChamps

A post shared by European Tour (@europeantour) on