Fréttir

Evrópumótaröð karla: Warren sigraði á fyrsta mótinu eftir hlé
Marc Waren. Mynd: Getty Images.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 13. júlí 2020 kl. 10:00

Evrópumótaröð karla: Warren sigraði á fyrsta mótinu eftir hlé

Marc Warren sigraði á sunnudaginn á Opna austurríska mótinu sem fór fram á Evrópumótaröð karla í golfi. Mótið var það fyrsta á mótaröðinni eftir að Covid-19 faraldurinn setti allt mótahald í hlé.

Warren lék hringina fjóra á 275 höggum og tryggði sér þar með sinn fjórða sigur á mótaröðinni og þann fyrsta í sex ár.

Á lokaholu mótsins þurfti Warren að setja niður rúmlega eins metra pútt fyrir sigri sem hann gerði eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

Næsta mót á Evrópumótaröðinni er Euram Bank Open sem fer einnig fram í Austurríki.

Staða efstu manna:

275 M WARREN (SCO) 66 69 70 70,
276 M SCHNEIDER (GER) 69 69 69 69,
277 W BESSELING (NED) 68 69 74 66,

Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús voru á meðal keppenda í mótinu en komust ekki í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi.