Fréttir

Evrópumótaröð kvenna: Bætti sig um 29 högg milli hringja
Charlotte Austwick.
Föstudagur 15. mars 2019 kl. 23:33

Evrópumótaröð kvenna: Bætti sig um 29 högg milli hringja

Charlotte Austwick skráði sig í sögubækurnar á Evrópumótaröð kvenna um helgina þegar hún lék á 103 höggum á fyrsta keppnisdegi Investec SA Open.

Að sögn BBC er talið að skor Austwick sé það hæsta í sögu mótaraðarinnar.

Austwick gafst þó ekki upp og bætti sig um heil 29 högg á öðrum keppnisdegi þegar hún kom inn á 74 höggum eða fjórum höggum yfir pari. Þrátt fyrir þessa miklu bætingu komst hún ekki í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi sem miðaðist við +10.


Skorkort Austwick í mótinu.

Heimakonan Lee Anne Pace er í forystu á Investec SA Open á 4 höggum undir pari. Þriðji hringur mótsins fer fram á morgun, laugardag.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
[email protected]