Fékk 55 milljónir fyrir neðsta sætið
Dustin Johnson varð á mánudaginn stigameistari á PGA mótaröðinni eftir sigur á TOUR Championship mótinu á East Lake.
Hinn 36 ára gamli Johnson fékk fugl á lokaholunni og varð að lokum þremur höggum á undan Xander Schauffele og Justin Thomas.
Fyrir sigurinn fékk Johnson 15 milljónir dollara eða rúma 2 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins. Johnson var þó ekki eini kylfingurinn sem fékk veglega summu eftir síðasta mót tímabilsins því enginn keppandi fór tómhentur heim.
Fyrir annað sætið fengu þeir Justin Thomas og Xander Schauffele 4,5 milljónir dollara og Jon Rahm fékk 3 milljónir fyrir 4. sætið.
Billy Horschel, sem endaði í 30. sæti eða neðsta sætinu fékk 395.000 dollara sem eru 55 milljónir íslenskra króna. Ekki amalegt fyrir það eitt að mæta í mótið.
Hér fyrir neðan má sjá hvernig verðlaunaféð dreifðist á kylfingana 30 sem kepptu á TOUR Championship:
Lokastaða Nafn Skor Fjárhæð
1 Dustin Johnson -21 $15.000.000
T-2 Justin Thomas -18 $4.500.000
T-2 Xander Schauffele -18 $4.500.000
4 Jon Rahm -17 $3.000.000
5 Scottie Scheffler -14 $2.500.000
6 Collin Morikawa -13 $1.900.000
7 Tyrrell Hatton -12 $1.300.000
T-8 Patrick Reed -11 $960.000
T-8 Sebastián Muñoz -11 $960.000
T-8 Rory McIlroy -11 $960.000
11 Sungjae Im -10 $750.000
T-12 Harris English -9 $682.500
T-12 Webb Simpson -9 $682.500
14 Mackenzie Hughes -8 $620.000
T-15 Hideki Matsuyama -7 $582.500
T-15 Daniel Berger -7 $582.500
17 Tony Finau -6 $550.000
T-18 Abraham Ancer -5 $527.500
T-18 Lanto Griffin -5 $527.500
T-20 Viktor Hovland -4 $497.500
T-20 Brendon Todd -4 $497.500
22 Bryson DeChambeau -3 $478.000
23 Kevin Kisner -1 $466.000
T-24 Cameron Smith E $445.333
T-24 Ryan Palmer E $445.333
T-24 Cameron Champ E $445.333
T-27 Kevin Na +1 $420.000
T-27 Joaquin Niemann +1 $420.000
29 Marc Leishman +2 $405.000
30 Billy Horschel +4 $395.000