Fréttir

Fín byrjun hjá Guðrúnu Brá í Frakklandi
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 3. júní 2021 kl. 21:38

Fín byrjun hjá Guðrúnu Brá í Frakklandi

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir fór vel af stað á fyrsta degi Jabra Ladies Open mótinu sem hófst í dag á Evian Resort golfsvæðinu í Frakklandi. Mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna.

Hringurinn hjá Guðrúnu Brá var nokkuð stöðugur en hún var fljótlega komin á tvö högg yfir par. Hún náði að vinna eitt högg til baka en komst þó aldrei nær en það. Fimm skollar, þrír fuglar og restina par gerði það að verkum að Guðrún Brá kom í hús á 73 höggum.

Eftir daginn er Guðrún Brá jöfn í 28. sæti á tveimur höggum yfir pari. Hún er aðeins sex höggum á eftir efsti konu sem er Annabel Dimmock, sem sigraði á mótinu árið 2019 þegar mótið var haldið síðast. Það eru því góðir möguleikar fyrir Guðrúnu að vinna sig ofar á listanum á morgun.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.