Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Fitzpatrick slapp naumlega með skrekkinn
Fitzpatrick við leik meðan hann var enn áhugamaður
Þriðjudagur 1. september 2015 kl. 09:03

Fitzpatrick slapp naumlega með skrekkinn

Hinn ungi og efnilegi Matthew Fitzpatrick var við leik á Czech Masters mótinu á Evrópumótaröðinni sem fór fram um seinustu helgi. Á sunnudeginum lennti hann í heldur skondnu atviki. Þegar Fitzpatrick var að lesa púttlínuna sína þá tókst honum að missa pútterinn sinn. Pútterinn sem hoppaði og skoppaði í höndum hans og síðan á jörðinni fór ótrúlegt en satt ekki í boltann hans. Fitzpatrick slapp því við auka högg, en svona klúður hefði getað skemmt töluvert fyrir kappanum sem var að spila flott golf og endaði mótið í þriðja sæti. Hér að neðan má sjá videó af atvikinu.

 

Örninn 2025
Örninn 2025