Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Forsetabikarinn: Koepka ekki með | Fowler með í staðinn
Brooks Koepka.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 20. nóvember 2019 kl. 16:42

Forsetabikarinn: Koepka ekki með | Fowler með í staðinn

Brooks Koepka verður ekki með í Forsetabikarnum vegna meiðsla. Þetta tilkynnti Koepka á samfélagsmiðlum sínum í dag, miðvikudag.

Koepka meiddist á CJ Cup mótinu í september þegar hann rann á blautu malbiki en það var í annað skiptið á stuttu tímabili sem hann meiddist á hnéi.

Örninn 2025
Örninn 2025

„Ég er búinn að láta fyrirliðann Tiger Woods vita að þrátt fyrir stöðuga meðhöndlun og endurhæfingu mun ég ekki geta spilað golf á þessum tíma,“ sagði Koepka. „Ég tel það mikinn heiður að vera hluti af 2019 liðinu og mér þykir það leitt að geta ekki verið með.“

Í stað Koepka keppir Rickie Fowler í mótinu en þetta verður sjötta keppnin í röð sem Fowler tekur þátt í. 

Forsetabikarinn fer fram í desember í Ástralíu og hefur lið Bandaríkjanna titil að verja.