Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Fullkominn undirbúningur: Pepperell fór holu í höggi á æfingahring
Eddie Pepperell.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 21. janúar 2020 kl. 20:09

Fullkominn undirbúningur: Pepperell fór holu í höggi á æfingahring

Englendingurinn Eddie Pepperell er á meðal keppenda á Omega Dubai Desert Classic mótinu sem hefst á fimmtudag á Evrópumótaröð karla.

Í undirbúningi sínum fyrir mótið fór Pepperell holu í höggi á æfingahring en hann greindi frá því á Twitter síðu sinni.

Pepperell lagaði þar boltafarið sitt á 15. holunni sem var rétt fyrir framan holu og á boltinn að hafa rúllað næstu tvo metra beint í holu.

Pepperell, sem situr í dag í 61. sæti heimslistans, þarf á góðum árangri að halda næstu vikur til að tryggja sér þátttökurétt á Masters mótinu en 50 efstu kylfingarnir á heimslistanum vikuna fyrir mótið fá þátttökurétt.