Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Fyrsti atvinnukylfingurinn með COVID-19
Sunnudagur 22. mars 2020 kl. 12:56

Fyrsti atvinnukylfingurinn með COVID-19

Victor Lange er fyrsti atvinnukylfingurinn sem hefur verið greindur með COVID-19 en hann hefur keppt á PGA Lationoamerica mótaröðinni.

Victor er frá S-Afríku og býr í Jóhannesarborg. Í fréttatilkynningu frá mótaröðinni kemur fram að hann hafi farið í próf eftir að hafa tekið þátt í Estrella del Mar Opna mótinu í Mexíkó fyrr í mánuðinum. Líðan hans er sögð góð, hann sé ekki með nein einkenni og að hann muni ná sér að fullu.